Bloggið fer hægt og rólega af stað... þetta kemur vonandi með tímanum, sjálf er ég vön því að kíkja inn á blogg daglega, refresha og vonast eftir nýrri færslu!
Við fjölskyldan eigum svokallaðan ''pizzastein'' og prófuðum að grilla pizzur á honum um daginn, það gekk alveg vonum framar og úr varð dýrindis máltíð. Oftast hef ég gert alvöru ítlaskan pizzubotn (eftir grunnupskrift frá Jamie Oliver) en ég elska HaPP pizzurnar svo mikið að ég er farin að nota þeirra útfærslu af botn oftar. Uppskriftin er virkilega bragðgóð en það besta er líklegast hvað það tekur stuttan tíma að búa botninn til. Lítið subb, öllu hellt saman í skál og þarf ekki að lyfta sér. Mæli með honum!
Uppskrift
5 dl heilhveiti eða spelt
½ dl haframjöl
½ dl af uppáhalds fræjunum ykkar
3 msk. þurrkað oreganó
½ msk. sjávarsalt
2 msk. vínsteinslyftiduft
2 ½ dl volgt vatn
4 msk. ólívuolía
4 msk. kókosolía
½ dl haframjöl
½ dl af uppáhalds fræjunum ykkar
3 msk. þurrkað oreganó
½ msk. sjávarsalt
2 msk. vínsteinslyftiduft
2 ½ dl volgt vatn
4 msk. ólívuolía
4 msk. kókosolía
1. Setjið öll þurrefnin í sömu skál og blandið þeim saman.
2. Bræðið kókosolíuna (t.d. með því að láta heitt vatn renna yfir krukkuna eða láta hana standa í heitu vatni) og blandið henni, ólífuolíunni og vatninu saman við þurrefnin. Magnið í uppskriftinni stemmir alveg en það skemmir ekki fyrir að hafa heilhveiti til hliðar sem þið getið bætt við eftir óskum.
3. Hnoðið deiginu vel saman þar til úr verður þetta fína pizzubotna deig. Þetta er fremur stór uppskrift - þið getið gert margar litlar pizzur eða ég náði t.d. að gera tvær risastórar.
4. Bakið í u.þ.b. 10-15 mínútur við 200°. Mér finnst voða gott að forbaka botninn í nokkrar mínútur.
Sósa
Ég hef nokkrum sinnum búið til ekta, ítalska pizzusósu frá grunni en hef ekki ennþá fundið hina fullkomnu uppskrift og ég vil alls ekki deila einhverri uppskrift með ykkur sem mér þykir ekkert svo rosalega góð. Oftast kaupi ég rauða ítalska sósu út í búð, hita hana í potti og bæti við kryddum (eða hverju sem mér dettur í hug) til viðbótar þar til úr verður hin fullkomna sósa. Mæli með þessari.
Álegg
Ég hef nokkrum sinnum búið til ekta, ítalska pizzusósu frá grunni en hef ekki ennþá fundið hina fullkomnu uppskrift og ég vil alls ekki deila einhverri uppskrift með ykkur sem mér þykir ekkert svo rosalega góð. Oftast kaupi ég rauða ítalska sósu út í búð, hita hana í potti og bæti við kryddum (eða hverju sem mér dettur í hug) til viðbótar þar til úr verður hin fullkomna sósa. Mæli með þessari.
Álegg
Álegg, uppáhalds parturinn minn við pizzugerð. Hér er gaman því smekkur hvers og eins kemur í ljós. Í rauninni gilda engar reglur um álegg á pizzum - allt er til. Í þetta sinn gerðum við eina ekta Emmu pizzu og aðra humarpizzu, við sleiktum öll útundan - þær voru báðar æðislegar!
Ítalska pizzan:
Einhverntímann var mér sagt að litirnir í ítalska fánanum (rauður, hvítur og grænn) stæðu fyrir tómata, ost (t.d. mozzarella/ricotta) og basil. Það er líklegast algjör þvæla en ég leyfi mér að halda það... Ítalir eru þekktir fyrir góðan mat og ófáar uppskriftir innihalda basil, ost og/eða tómata. Ég elska þetta allt og allan ítalskan mat - mig dreymir um að fara til Ítalíu í hverri viku, það er svo dásamlegt að vera þar!
1 stór kúla af mozzarella osti
1 askja tómatar
Búnt af ferskum basil
Ruccola salat
Parmaskinka
Slatti af ólífuolíu
1. Ég forbakaði botninn, dreifði síðan sósunni jafnt yfir, skar niður mozzarella, tómata og basil og skellti því á pizzuna. Pizzan fór svo út á grillið þar til að hún var tilbúin!
2. Um leið og pizzan kom út úr ofninum skellti ég ólífuolíu yfir hana (líka stórgott að nota hvítlauksolíu) og síðan setti ég ruccola salatið, reif parmaskinkuna ofan á, aðeins meira af olíunni og loks salt og pipar.
Það sem þessi pizza var góð.... MMMmmm! Við vorum bara fjögur en hún kláraðist öll, svo góð var hún!
Sjávarréttapizzan
Við áttum svo mikið af humar að við ákváðum að gera eitthvað við hann. Úr varð dýrindis sjávarréttarpizza og hún var ekki síðri en sú ítalska.
Ítalska pizzan:
Einhverntímann var mér sagt að litirnir í ítalska fánanum (rauður, hvítur og grænn) stæðu fyrir tómata, ost (t.d. mozzarella/ricotta) og basil. Það er líklegast algjör þvæla en ég leyfi mér að halda það... Ítalir eru þekktir fyrir góðan mat og ófáar uppskriftir innihalda basil, ost og/eða tómata. Ég elska þetta allt og allan ítalskan mat - mig dreymir um að fara til Ítalíu í hverri viku, það er svo dásamlegt að vera þar!
1 stór kúla af mozzarella osti
1 askja tómatar
Búnt af ferskum basil
Ruccola salat
Parmaskinka
Slatti af ólífuolíu
1. Ég forbakaði botninn, dreifði síðan sósunni jafnt yfir, skar niður mozzarella, tómata og basil og skellti því á pizzuna. Pizzan fór svo út á grillið þar til að hún var tilbúin!
2. Um leið og pizzan kom út úr ofninum skellti ég ólífuolíu yfir hana (líka stórgott að nota hvítlauksolíu) og síðan setti ég ruccola salatið, reif parmaskinkuna ofan á, aðeins meira af olíunni og loks salt og pipar.
Það sem þessi pizza var góð.... MMMmmm! Við vorum bara fjögur en hún kláraðist öll, svo góð var hún!
Sjávarréttapizzan
Við áttum svo mikið af humar að við ákváðum að gera eitthvað við hann. Úr varð dýrindis sjávarréttarpizza og hún var ekki síðri en sú ítalska.
Rækjur
Humar
Sveppir
Rauðlaukur
Ruccola salat
Ólífuolía
Rifinn mozzarella ostur
1. Við byrjuðum á því að smyrja botninn með tómatssósunni og næst smjörsteiktum við sveppina og laukinn, þegar að sveppirnir voru orðnir vel brúnaðir þá skelltum við blöndunni á botninn, næst rækjunum og humrinum. Stráðum ostinum yfir og skelltum henni inn á grillið.
2. Þegar að hún kom heit af grillinu dreifðum við ruccola salati yfir, söltuðum og pipruðum og settum að sjálfsögðu væna slettu af ólífuolíu.
Vonandi prófið þið þessar útfærslur og leikið ykkur með þær! Vonandi áttuð þið góða helgi.
xxx
Emma
Sveppir
Rauðlaukur
Ruccola salat
Ólífuolía
Rifinn mozzarella ostur
1. Við byrjuðum á því að smyrja botninn með tómatssósunni og næst smjörsteiktum við sveppina og laukinn, þegar að sveppirnir voru orðnir vel brúnaðir þá skelltum við blöndunni á botninn, næst rækjunum og humrinum. Stráðum ostinum yfir og skelltum henni inn á grillið.
2. Þegar að hún kom heit af grillinu dreifðum við ruccola salati yfir, söltuðum og pipruðum og settum að sjálfsögðu væna slettu af ólífuolíu.
Vonandi prófið þið þessar útfærslur og leikið ykkur með þær! Vonandi áttuð þið góða helgi.
xxx
Emma
Engin ummæli:
Skrifa ummæli