Sumarlegur desert - vanilluskyrkökur með ferskum berjum og tvenns konar súkkulaði. Hann er æðislegur og slær alltaf í gegn!
Daglega fylgist ég með mörgum bloggum. Flest eru þau sænsk, sum íslensk og önnur frá mismunandi löndum. Mér finnst ''blogg-menningin'' skemmtileg og hef trú á því að hún sé aftur komin til Íslands... enn og aftur erum við skrefinu á eftir vinum okkar í Svíþjóð.
Uppáhaldið mitt - sítrónukjúklingabringa með parmesan og ofnbakaðar sætar kartöflur með fetaosti. Uppskrift kemur mjög fljótlega.
Þeir sem þekkja mig eða hafa fylgst með mér vita hversu mikið ég elska matreiðslu, bakstur, eldamennsku og öllu sem því fylgir. Það má með sanni segja að þetta sé mitt stærsta áhugamál og af hverju ekki að deila því sem maður elskar með öðrum? Nei ég bara spyr.
Í stuttu máli, vonandi njótið þið bloggsins - það er markmið númer eitt, tvö og þrjú!
Knús og kossar,
Ásthildur Emma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli