Hér kemur uppskriftin, ég lofa ykkur... þið verðið ekki svikin! Þær eru himneskar á bragðið, virkilega einfaldar og þið þurfið með öllum líkindum ekki að versla mikið inn.
Uppskrift
1.2 dl. af hveiti
1/8 tsk. salt
Kanill eftir smekk (ef þið viljið)
180 gr. dökkt súkkulaði (veljið súkkulaðið sem ykkur þykir best... mæli alltaf með því að velja það sem ykkur þykir best frekar en að fara beint eftir uppskrift/ gera öðrum til geðs)
170 gr. smjör
3 egg (miðlungs eða stór)
2.5 dl. sykur
Aðferð
1. Hitið ofninn í 175 gráður og smyrjið eldfast mót.
2. Blandið hveiti, salti og kanil saman í skál og setjið til hliðar. Ég nota oft bláa hveitið frá Kornax (sem er fyrir brauð og pizzubotna) kannski er það ekki ráðlagt en það er svo létt og í uppskrift eins og þessa þá virkar það ótrúlega vel.
3. Brytjið súkkulaðið eða brjótið það í sundur og bræðið það yfir vatnsbaði. Leyfið því að bráðna fyrst og hræðið síðan af og til í því, slökkvið á hitanum þegar að súkkulaðið er bráðið að mestu, takið skálina úr pottinum og hrærið þangað til að það leysist upp. Í stuttu máli: ekki hita súkkulaðið of mikið eða hafa það of heitt. Þegar að það er bráðið setjið þá smjörið út í, í bútum, ekki allt í einu. Hræðið þessu vel saman þangað til að allt leysist upp og úr verður góð blanda, sem er ekki of heit.
4. Takið þá þriðju skálina til og þeytið eggin þrjú og sykurinn saman á fullum hraða, þangað til að blandan verður ljós og létt... það tekur smá tíma (sjá mynd).
5. Hægið á hraðanum og skellið súkkulaðiblöndunni saman við og blandið saman... beitið ákveðnum handtökum. Þegar að blöndurnar tvær eru orðnar að einni þá megið þið skella hveitiblöndunni út í og þá þurfið þið virkilega að passa ykkur á því að hræra ekki of mikið í deiginu... því færri handahreyfingar því betra.
6. Skellið deiginu í eldfasta mótið og beint inn í heitan ofninn. Hér verð ég að viðurkenna það að ég fylgist oftast ekki með tímanum, heldur sé ég alltaf þegar að kökurnar eru tilbúnar, svo er alltaf hægt að ''double checka'' með því að stinga prjón/gaffal í miðja kökuna. Þegar um er að ræða brownies þá er það líka svolítið smekksatriði hversu vel þið bakið kökuna. Það er að segja sumir vilja hafa hana mjúka í miðjunni en aðrir vilja hafa hana stífari og karamellukennda. Ég bakaði hana fullkomlega lengi að mínu mati (sjá mynd).
7. Á meðan að kakan er inni í ofninum mæli ég með því að bræða hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði (farið mjög varlega) Það er allt annað batterí að bræða hvítt súkkulaði. Maður þarf að fara mjög varlega vegna þess að það er léttara að eyðileggja það frekar en dekkra súkkulaði. Þegar að ég bræði dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði hita ég oftast vatnið í hraðsuðukatli og skelli því ofan í pott og set á heita hellu. Hinsvegar passa ég mig mjög vel með hvítt súkkulaði og set kalt kranavatn í pott og fylgist vel með því.
Ég mæli líka með því að búa til einfalda karamellusósu á meðan kakan bakast, þetta fer allt eftir matarsmekk hvers og eins. Ég mæli með hvítu súkkulaðidropunum frá Nóa Síríus en hér er uppskriftin að karamellusósunni:
1/2 bolli sykur
2 msk. vatn
2 msk. smjör, skorið í bita
2 msk. rjómi
Ég var löngu búin að ákveða að bera kökurnar fram með hvítu súkkulaði og ferskum berjum, þar sem að það er alltaf til nokkar tegundir af ferskum berjum heima hjá mér... en hversu týpískt! Ekki í þetta skipti. Ég skildi hvorki upp né niður en fattaði síðan að mamma var nýkomin heim frá útlöndum og hafði ekki farið í búðina síðan þá - og það er yfirleitt hún sem sér um ávaxta- og berjainnkaup. Kökurnar smökkuðust samt sem áður unaðslega með hvíta súkkulaðinu en næst reyni ég að hafa fersk ber með!
Njótið elsku lesendur - vonandi eldið þið einhverjar uppskriftir sem ég deili með ykkur og vonandi get ég eitthvað hjálpað.
Þangað til næst xxx
3 egg (miðlungs eða stór)
2.5 dl. sykur
Aðferð
1. Hitið ofninn í 175 gráður og smyrjið eldfast mót.
2. Blandið hveiti, salti og kanil saman í skál og setjið til hliðar. Ég nota oft bláa hveitið frá Kornax (sem er fyrir brauð og pizzubotna) kannski er það ekki ráðlagt en það er svo létt og í uppskrift eins og þessa þá virkar það ótrúlega vel.
3. Brytjið súkkulaðið eða brjótið það í sundur og bræðið það yfir vatnsbaði. Leyfið því að bráðna fyrst og hræðið síðan af og til í því, slökkvið á hitanum þegar að súkkulaðið er bráðið að mestu, takið skálina úr pottinum og hrærið þangað til að það leysist upp. Í stuttu máli: ekki hita súkkulaðið of mikið eða hafa það of heitt. Þegar að það er bráðið setjið þá smjörið út í, í bútum, ekki allt í einu. Hræðið þessu vel saman þangað til að allt leysist upp og úr verður góð blanda, sem er ekki of heit.
4. Takið þá þriðju skálina til og þeytið eggin þrjú og sykurinn saman á fullum hraða, þangað til að blandan verður ljós og létt... það tekur smá tíma (sjá mynd).
7. Á meðan að kakan er inni í ofninum mæli ég með því að bræða hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði (farið mjög varlega) Það er allt annað batterí að bræða hvítt súkkulaði. Maður þarf að fara mjög varlega vegna þess að það er léttara að eyðileggja það frekar en dekkra súkkulaði. Þegar að ég bræði dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði hita ég oftast vatnið í hraðsuðukatli og skelli því ofan í pott og set á heita hellu. Hinsvegar passa ég mig mjög vel með hvítt súkkulaði og set kalt kranavatn í pott og fylgist vel með því.
1/2 bolli sykur
2 msk. vatn
2 msk. smjör, skorið í bita
2 msk. rjómi
Ég var löngu búin að ákveða að bera kökurnar fram með hvítu súkkulaði og ferskum berjum, þar sem að það er alltaf til nokkar tegundir af ferskum berjum heima hjá mér... en hversu týpískt! Ekki í þetta skipti. Ég skildi hvorki upp né niður en fattaði síðan að mamma var nýkomin heim frá útlöndum og hafði ekki farið í búðina síðan þá - og það er yfirleitt hún sem sér um ávaxta- og berjainnkaup. Kökurnar smökkuðust samt sem áður unaðslega með hvíta súkkulaðinu en næst reyni ég að hafa fersk ber með!
Njótið elsku lesendur - vonandi eldið þið einhverjar uppskriftir sem ég deili með ykkur og vonandi get ég eitthvað hjálpað.
Þangað til næst xxx
Namm. Hvenær fæ ég svona?
SvaraEyða